FRÉTT FYRIRTÆKI 28. JANÚAR 2010

Nýskráð hluta- og einkahlutafélög voru 2.642 á síðasta ári og fjölgaði um tæp 3% frá árinu 2008 þegar 2.571 ný félög voru skráð.

Flestar nýskráningar flokkaðar eftir atvinnugreinum eru eins og undanfarin ár í starfsemi eignarhaldsfélaga og leigu atvinnuhúsnæðis. Ríflega 20% nýskráðra félaga árið 2009 voru í þessum tveimur atvinnugreinum.

Skipting nýskráninga eftir landsvæðum er nokkuð svipuð á milli ára en sem fyrr eru flestar nýskráningar á höfuðborgarsvæðinu eða 72%. Nýskráningum á Vestfjörðum fjölgar hlutfallslega mest eða um ríflega 70% þar sem 76 ný félög voru nýskráð á síðasta ári samanborið við 44 árið 2008.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.