Íbúar

Árið 1961 hóf Hagstofa Íslands að birta tölur um búferlaflutninga, en fyrir þann tíma voru aðalmanntöl helstu heimildir um búferlaflutninga. Fram til loka ársins 1985 voru tölur um búferlaflutninga unnar einu sinni á ári og var því hver sá sem skipti um lögheimili á árinu aðeins talinn flytja búferlum einu sinni. Miðað var við breytingar á lögheimili fyrsta desember líðandi árs og ársins á undan. Með tilkomu breytingaskrár 1986 voru tölur um búferlaflutninga unnar mánaðarlega og var miðað við að hver einstaklingur yrði að hafa lögheimili í a.m.k. einn mánuð á sama stað áður en hann teldist flytja búferlum.