Hagstofa Íslands leggur mikið upp úr góðu samstarfi við notendur hagtalna. Samtöl við notendur geta bæði verið reglubundin og tilfallandi. Reglubundin samtöl eru venjulega að frumkvæði Hagstofunnar sem formlegt samráð með fundum eða könnunum. Tilfallandi samtöl eru ýmist að frumkvæði Hagstofunnar eða notenda og fara fram með óformlegum eða formlegum hætti í gegnum síma, tölvupóst eða á fundum. Samstarf við notendur eykur skilning á þörfum þeirra og veitir notendum upplýsingar um hagtölur og hagskýrslugerð.

 

Ráðgjafarnefndir

Ráðgjafarnefnd um vísitölu neysluverðs 
Nefndin starfar samkvæmt lögum um vísitölu neysluverðs nr. 12/1995 og skal hún vera Hagstofunni til ráðgjafar um gerð vísitölunnar og fylgjast með reglubundnum útreikningi hennar. Nefndin er skipuð einum fulltrúa tilnefndum af Hæstarétti, einum tilnefndum af Alþýðusambandi Íslands og einum tilnefndum af Samtökum atvinnulífsins.  Ráðgjafarnefnd um vísitölu neysluverðs heyrir undir hagstofustjóra.

Ráðgjafarnefnd um vinnumarkaðstölfræði 
Nefndin starfar samkvæmt samningi Hagstofu Íslands og Kjararannsóknarnefndar um launakannanir og aðrar vinnumarkaðsrannsóknir frá 9. september 2004. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með framkvæmd þessa samnings og vera Hagstofunni til ráðgjafar um gerð vinnumarkaðsrannsókna, einkum launakannana. Í ráðgjafarnefndinni sitja tveir sérfræðingar frá Alþýðusambandi Íslands og tveir frá Samtökum atvinnulífsins. Ráðgjafarnefnd þessi heyrir undir skrifstofustjóra félagsmálasviðs.

Ráðgjafarnefnd um aðferðafræði 
Nefndin starfar að ósk Hagstofunnar. Hlutverk nefndarinnar er að hvetja til notkunar traustra aðferða í vinnu Hagstofunnar, í samræmi við 7. meginreglu evrópskrar hagskýrslugerðar. Í ráðgjafarnefndinni sitja fulltrúar frá Hagstofunni, raunvísindadeild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, Félagsvísindastofnun, Hagfræðideild Háskóla Íslands, Seðlabanka Íslands og Íslenskri Erfðagreiningu. Ráðgjafarnefndin heyrir undir Hagstofustjóra.

Fundargerðir ráðgjafarnefndar um aðferðafræði

Ráðgjafarnefnd um mannfjöldaspár
Nefndin starfar að ósk Hagstofu Íslands og er ætlað að veita ráðgjöf um forsendur og framsetningu framreikninga um mannfjöldann. Henni er auk þess ætlað að rýna í aðferðir og útreikninga við gerð mannfjöldaspáa. Í ráðgjafarnefndinni sitja Ólöf Garðarsdóttir prófessor, Jón Vilhjálmsson verkfræðingur og Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur. Ráðgjafarnefnd þessi heyrir undir sviðsstjóra félagsmálasviðs

 

Notendahópar

Til að tryggja gæði hagtalna og þeirrar þjónustu sem Hagstofan veitir, þarf að þekkja þarfir og væntingar þeirra sem nota þjónustu Hagstofunnar. Þarfir og væntingar notenda geta verið misjafnar og því hefur Hagstofan flokkað notendur sína í níu hópa þannig að innan hvers hóps eru svipaðar þarfir fyrir hagtölur:

  • Almenningur
  • Fjölmiðlar
  • Fyrirtæki
  • Greiningaraðilar
  • Rannsóknarsamfélagið
  • Stjórnvöld
  • Alþjóðastofnanir og aðrir erlendir notendur

Hagstofan skipuleggur fundi og kannanir til að skilja betur þarfir og væntingar notenda með það að markmið að bæta gæði.

Til að notendafundir og kannanir skili þeim árangri sem að er stefnt þurfa þeir að veita upplýsingar um hvað Hagstofan getur bætt að mati notenda. Á notendafundum er umbótahugmyndum jafnframt forgangsraðað.

Staða umbótaverkefna

Notendahópar heyra undir gæðastjóra.

Notendahópur greiningaraðila
Hópurinn fjallar um þarfir og væntingar þeirra notenda sem nota hagtölur til að greina efnahagsmál og framvindu hagkerfisins. Hópurinn hittist tvisvar á ári. Hann er skipaður fulltrúum frá:

  • Ráðuneytum og opinberum stofnunum
  • Seðlabanka Íslands
  • Fyrirtækjum á fjármálamarkaði
  • Sjálfstætti starfandi greiningarfyrirtækjum
  • Samtökum á vinnumarkaði

Fundargerðir notendahóps greiningaraðila

Notendahópur rannsóknarsamfélagsins
Hópurinn fjallar um þarfir og væntingar þeirra notenda sem vegna vísindarannsókna fá aðgang að örgögnum hjá Hagstofunni og nota hagtölur til vísindalegra rannsókna. Hópurinn vinnur að bættri þjónustu fyrir örgagnanotendur og er ráðgefandi um mótun og framkvæmd stefnu Hagstofunnar í málefnum örgagna. Jafnframt er hópurinn ráðgefandi um hagnýtingu á gögnum, í umsjá stofnunarinnar, sem nýta má í vísindalegum tilgangi. Hópurinn hittist tvisvar á ári. Hann er skipaður fulltrúum frá:

  • Háskólum
  • Seðlabanka Íslands
  • Rannsóknarstofnunum

Fundargerðir notendahóps rannsóknarsamfélagsins

Notendahópur stjórnsýslunnar
Í notendahópi stjórnsýslunnar eru fulltrúar frá öllum ráðuneytum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðir notendahóps stjórnsýslunnar

Notendahópur fjölmiðla
Allir fjölmiðlar sem nota hagtölur í fréttir og fréttaskýringar eru velkomnir í hópinn. Umræður í hópnum snúast um hvað Hagstofan getur gert til að koma betur til móts við þarfir og væntingar fjölmiðla.

Fundargerðir notendahóps fjölmiðla

Notendahópur ferðaþjónustunnar
Í notendahópi ferðaþjónustunnar eru fyrirtæki í ferðaþjónustu og samtök sem þjónusta ferðaþjónustufyrirtæki. Leitast verður við að fá einstaklinga í hópinn sem nota hagtölur til að greina stöðu og þróun ferðaþjónustunnar á hverjum tíma.

Fundargerðir notendahóps ferðaþjónustunnar


Faghópar

Notendum er einnig boðið upp á fyrirlestra og umræður um einstaka efnisflokka í hagskýrslugerðinni.

Faghópur um verðvísitölur
Á fundum hjá faghópi um verðvísitölur er fjallað um aðferðir við verðtölfræði og vísitölugerð, þá sér í lagi fyrir vísitölu neysluverðs, vísitölu framleiðsluverðs og vísitölu byggingarkostnaðar. Fundir eru alla jafna haldnir einu sinni á ári með fulltrúum frá:

  • Ráðuneytum og opinberum stofnunum
  • Háskólum
  • Seðlabanka Íslands
  • Fyrirtækjum á fjármálamarkaði
  • Samtökum á vinnumarkaði og öðrum hagsmunasamtökum

Fundargerðir faghóps um verðvísitölur