FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 31. MARS 2017

Gistinætur á hótelum í febrúar voru 331.800 sem er 21% aukning miðað við febrúar 2016. Gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 21% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 18%.

Flestar gistinætur á hótelum í febrúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 227.100 sem er 13% aukning miðað við febrúar 2016. Um 68% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 48.200. Erlendir gestir með flestar gistinætur í febrúar voru Bretar með 107.600 gistinætur, Bandaríkjamenn með 69.900 og Þjóðverjar með 20.300, en íslenskar gistinætur í febrúar voru 37.400.

Á tólf mánaða tímabili frá mars 2016 til febrúar 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 3.969.500 sem er 33% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

77,6% nýting herbergja á hótelum í febrúar 2017
Herbergjanýting í febrúar 2017 var 77,6%, sem er aukning um 9,4 prósentustig frá febrúar 2016, þegar hún var 68,2%. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 96,0%.

Gistinætur á hótelum
  Febrúar   Mars - febrúar  
  2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
             
Alls 274.936 331.767 21 2.988.445 3.969.516 33
Höfuðborgarsvæði 201.758 227.112 13 1.955.000 2.514.449 29
Suðurnes 14.408 21.494 49 152.403 223.002 46
Vesturland og Vestfirðir 7.121 9.533 34 124.248 176.357 42
Norðurland 10.109 11.629 15 191.942 285.628 49
Austurland 5.970 13.782 131 129.246 202.303 57
Suðurland 35.570 48.217 36 435.606 567.777 30
             
Íslendingar 31.717 37.368 18 334.901 406.914 22
Erlendir gestir 243.219 294.399 21 2.653.544 3.562.602 34

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2016 og 2017 eru bráðabirgðatölur.

Verið er að ganga frá tölum til birtingar á gistinóttum á öllum tegundum gististaða fyrir árið 2016. Hagstofan áformar að birta endanlegar tölur fyrir 2016 þann 11. apríl næstkomandi.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.