Hagskinna


  • Hagskýrslur Íslands III
  • 1. ágúst 1997
  • ISSN: 1670-4770

Hagskinna er eitt viðamesta rit Hagstofunnar frá upphafi. Í bókinni eru tölulegar upplýsingar um íslenskt samfélag og þróun þess eins langt aftur í fortíðina og heimildir ná. Elstu tölur í ritinu eru frá byrjum 17. aldar en talnaefnið nær til ársins 1990. Meðal efnis er að finna tölur um mannfjölda, atvinnuskiptingu, vöruskipti við útlönd, laun, neyslu, verðlag, vísitölur, fjármálastarfsemi, þjóðarframleiðslu, félags- og heilbrigðismál, skólamál, menningarstarfsemi o.fl.

Hagskinna var einnig gefin út á geisladiski en hann er nú uppseldur.

Bókin er til sölu í afgreiðslu Hagstofu Íslands að Borgartúni 21a í Reykjavík. Einnig má senda tölvupóst á upplysingar@hagstofa.is og panta bókina. Bókin kostar 3.900 kr.

Til baka