Fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2018


  • Hagtíðindi
  • 14. júní 2018
  • ISSN: 1670-4770


Sækja pdf skjal
Áætluð tekjuafkoma hins opinbera reyndist jákvæð um 9,6 milljarða króna á 1. ársfjórðungi 2018, eða sem nemur 1,5% af landsframleiðslu ársfjórðungsins. Á sama tíma árið 2017 var tekjuafkoma hins opinbera jákvæð um 8,4 milljarða króna. Heildartekjur hins opinbera jukust um 5,3% milli 1. ársfjórðungs 2017 og 2018. Sú tekjuaukning skýrist aðallega af auknum skatttekjum. Heildarútgjöld hins opinbera jukust um 5,0% á sama tímabili. Launaútgjöld jukust um 7,9% en vaxtaútgjöld drógust saman um 14,9%. Samneysla hins opinbera jókst að raungildi um 2,9% á 1. ársfjórðungi 2018 samanborið við 2,3% á sama ársfjórðungi 2017.

Til baka