Gistingar ferðamanna 2015


  • Hagtíðindi
  • 5. apríl 2016
  • ISSN: 1670-4770


Sækja pdf skjal
Seldar gistinætur voru 6,5 milljónir hér á landi árið 2015 og fjölgaði um 19% frá fyrra ári. Gistinætur erlendra ferðamanna voru 86% af heildarfjölda gistinátta og fjölgaði um 27% frá fyrra ári. Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 14%. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 63% allra gistinátta, 13% gistinátta voru á tjaldsvæðum og 24% á öðrum tegundum gististaða. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum á milli ára. Sem fyrr voru flestar gistinætur á höfuðborgarsvæðinu en hlutfallslega fjölgaði gistinóttum þó mest á Vesturlandi og Suðurnesjum.

Til baka