Hagreikningar landbúnaðarins 2007-2011


  • Hagtíðindi
  • 28. febrúar 2013
  • ISSN: 1670-4541


Sækja pdf skjal
Niðurstöður úr hagreikningum landbúnaðarins sýna að framleiðsluverðmæti greinarinnar jókst um 10,2% árið 2011 en aðfangakostnaður jókst að sama skapi um 7,8%. Á föstu verði stóð heildarframleiðslan nær í stað milli ára en aðfanganotkun dróst saman um 2,8%. Búfjárrækt er mikilvægasti þáttur íslensks landbúnaðar með um 69% framleiðsluverðmætisins. Fóður, bæði aðkeypt og heimaframleitt, er að sama skapi mikilvægast aðfanga, með um 46% vægi.

Til baka