Nýskráningar hlutafélaga og einkahlutafélaga 2008


  • Hagtíðindi
  • 30. janúar 2009
  • ISSN: 1670-4525


Sækja pdf skjal
Nýskráð hluta- og einkahlutafélög voru 2.571 á síðasta ári og fækkaði um tæp 30% frá árinu 2007 þegar 3.674 ný félög voru skráð. Flestar nýskráningar flokkaðar eftir atvinnugreinum voru eins og undanfarin ár í starfsemi eignarhaldsfélaga og leigu atvinnuhúsnæðis. Ríflega fjórðungur nýskráðra félaga árið 2008 var í þessum tveimur atvinnugreinum. Flestar nýskráningar voru sem fyrr á höfuðborgarsvæðinu en nýskráningum fækkaði þó í öllum landshlutum, hlutfallslega mest á Vesturlandi, eða um 46% frá fyrra ári.

Til baka