Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands

0.2 Efnisflokkur

Vinnumarkaður

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Atvinnu- og félagsmáladeild Hagstofu Íslands
Símbréf 528 1199

Lárus Blöndal
Sími 528 1281

Ólafur Már Sigurðsson
Sími 528 1284

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Til að afla haldbærra og greinargóðra gagna um vinnumarkaðinn hér á landi hóf Hagstofan reglubundnar vinnumarkaðsrannsóknir árið 1991. Leitað var fyrirmynda annars staðar á Norðurlöndum og athugaðar sambærilegar kannanir í löndum Evrópubandalagsins. Með því að styðjast við alþjóðlegar skilgreiningar og fyrirmyndir fást niðurstöður sem gagnast í alþjóðlegum samanburði. Frá og með 1995 var vinnumarkaðsrannsókninni einnig ætlað að uppfylla skuldbindingar gagnvart Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
Fyrsta rannsóknin fór fram í apríl 1991. Á árunum 1991 til 2002 voru gerðar tvær rannsóknir ár hvert, í apríl og nóvember, og síðast í nóvember 2002. Frá og með janúar 2003 er vinnumarkaðrannsókn Hagstofunnar framkvæmd samfellt allt árið um kring. Árinu er skipt upp í fjögur 13 vikna tímabil og gefnar út niðurstöður fyrir hvern ársfjórðung.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Helstu notendur vinnumarkaðsrannsókna eru stofnanir í hagrannsóknum, aðilar vinnumarkaðarins, stjórnvöld (þ.m.t. atvinnuráðgjafar sveitarfélaga) og erlendar stofnanir.

0.6 Heimildir

Vinnumarkaðsrannsóknin er úrtakskönnun þar sem gagna er aflað með viðtölum við þátttakendur í síma. Auk þess er aflað lýðfræðilegra gagna úr þjóðskrá.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Þátttakendum í úrtaki er frjálst að neita að taka þátt í rannsókninni. Meðalviðtalstími er um 6 mínútur, skemmri ef þátttakendur hafa áður verið í rannsókninni en lengri ef þeir eru nýir í rannsókninni.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

EES-samningurinn, XXI. viðauki (19. viðauki við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94)

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Rannsóknin gefur nákvæmar og sundurgreindar upplýsingar um stöðu einstaklinga á vinnumarkaði. Eftirtalin megin efnisflokka má greina með aðstoð vinnumarkaðsrannsóknarinnar:

Meginstöðu þátttakanda
Aðalstarf
Aukastarf
Reynslu á vinnumarkaði
Atvinnuleit
Aðild að stéttarfélagi
Staða fyrir ári
Skólaganga / starfsþjálfun / námskeið síðustu fjórar vikur
Menntun sem þátttakandi hefur lokið

1.2 Tölfræðileg hugtök

Grunneining vinnumarkaðskönnunar er einstaklingurinn. Meginflokkun byggist á leiðbeiningu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar:

Starfandi. Fólk telst vera starfandi (hafa atvinnu) ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarvikunni eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu. Einstaklingar í barneiganaleyfi teljast vera fjarverandi frá vinnu hafi þeir farið í leyfi úr launuðu starfi jafnvel þótt þeir hafi ekki hug á að hverfa aftur til sama starfs.

Atvinnulausir. Þeir teljast atvinnulausir sem ekki hafa atvinnu og falla undir eitthvert eftirfarandi skilyrða:
1.Hafa leitað sér vinnu sl. fjórar vikur og eru tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna frá því rannsóknin er gerð.
2.Hafa fengið starf en ekki hafið vinnu.
3.Bíða eftir að vera kallaðir til vinnu.
4.Hafa gefist upp á að leita að vinnu en bjóðist starf eru þeir tilbúnir að hefja vinnu innan tveggja vikna.
Námsmenn, þ.m.t. þeir sem leita námssamnings í iðngrein, teljast því aðeins atvinnulausir að þeir hafi leitað eftir vinnu með námi eða framtíðarstarfi sl. fjórar vikur og séu tilbúnir að hefja störf innan tveggja vikna frá því rannsóknin var gerð.

Utan vinnuafls. Fólk telst utan vinnuafls ef það er hvorki í vinnu né fullnægir skilyrðum um að vera atvinnulaust.

Vinnuafl telst vera starfandi og atvinnulaust fólk.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Gögnum er safnað samfellt allt árið um kring. Árinu er skipt upp í fjögur 13 vikna tímabil og er úrtakið 4.030 einstaklingar í hverjum ársfjórðungi. Úrtakinu er skipt jafnt niður á allar 13 vikurnar og er hver þátttakandi spurður um stöðu sína í viðmiðunarviku rannsóknarinnar.

2.2 Vinnslutími

Gögn fyrir hvert ár eru tilbúin í febrúar/mars ári síðar.

2.3 Stundvísi birtingar

Fyrsta fréttatilkynning er gefin út 4 virkum dögum eftir að úthringingum í viðkomandi ársfjórðungi er lokið.

2.4 Tíðni birtinga

Fjórum sinnum á ári

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Vinnumarkaðsrannsóknin er úrtakskönnun. Því eru niðurstöðurnar háðar óvissu sem er því meiri sem sundurliðun talnaefnis er meiri.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Úrtökuskekkja. Úrtaksrannsóknir hafa ávallt ákveðna óvissu í för með sér þar sem úrtakið er ekki nákvæm eftirmynd af heildarskránni eða þýðinu. Þar sem þessi óvissa ræðst af hendingu er unnt að reikna út öryggismörk fyrir þær stærðir sem metnar eru.

Þekjuskekkjur. Þekjuskekkjur stafa annars vegar af því að sú skrá sem lögð er til grundvallar vali á úrtakinu, þ.e. úrtökuramminn, er ekki tæmandi og hins vegar af því að í rammanum eru einstaklingar eða einingar sem ekki eiga þar heima. Þetta kallast annars vegar vanþekja og hins vegar ofþekja.

Brottfallsskekkjur. Í öllum rannsóknum geta niðurstöður skekkst vegna þess að brottfall í úrtakinu dreifist misjafnt eftir hópum. Helstu ástæður brottfalls eru neitanir, hindranir vegna veikinda eða fötlunar, fjarvera frá heimili meðan á rannsókn stendur eða að ekki tekst að finna aðsetur eða símanúmer þeirra sem eru í úrtakinu.

Skráningarskekkjur
. Spyrlar geta skráð svör viðmælenda sinna ranglega, hlaupið yfir spurningar, ruglast í röð þeirra eða umorðað þær þannig að spurt verði um annað en til stóð.

Úrvinnsluskekkjur
. Skekkjur geta slæðst inn vegna flokkunar einstakra opinna" spurninga þar sem svörin eru flokkuð eftir að viðtali lýkur. Slíkar skekkjur geta stafað af ófullnægjandi upplýsingum í frumgögnum, óljósum leiðbeiningum í flokkunarkerfum og mistökum flokkunarfólks.

Sniðskekkjur. Ófullnægjandi skipulagning og hönnun rannsóknar getur leitt til niðurstaðna sem eru ekki í samræmi við raunveruleikann. Orðalag spurninga getur valdið misskilningi, mismunandi röð spurninga getur leitt til ólíkra svara og reynsla svarenda af fyrri rannsóknum getur haft áhrif á svör þeirra.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Á árunum 1991 til 2002 var vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar framkvæmd tvisvar á ári en síðan 2003 hefur hún verið samfelld allt árið um kring. Frá 1991hafa átt sér stað allnokkrar breytingar á spurningalistanum og spurningalistinn og framkvæmd rannsóknarinnar var endurskoðuð áður en samfellda rannsóknin hófst 2003. Í þeim tilvikum sem talið er að slíkar breytingar hafi í för með sér rof á tímaröðum er gert grein fyrir því með striki í töflum.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Skráð atvinnuleysi gefið út af Vinnumálastofnun er skilgreint með allt öðrum hætti en atvinnuleysi í vinnumarkaðsrannsókninni. Starfandi samkvæmt Staðgreiðsluskrá Hagstofunnar og tölur frá stéttarfélögum um fjölda félagsmanna er einnig skilgreint með öðrum hætti en í vinnumarkaðsrannsókn.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Breytingar frá fyrstu fréttatilkynningu til endanlegra talna eru smávægilegar og stafa annars vegar af leiðréttingum á atvinnuþátttöku í ljósi fyllri upplýsinga í úrvinnslu og hins vegar af því að fyllt er í auð svör varðandi fjölda unninna klst. í viðmiðunarviku.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Frétt birt á vef Hagstofunnar samkvæmt birtingaráætlun.
  • Fréttatilkynning send til fjölmiðla og áskrifenda um leið og frétt birtist á vef Hagstofunnar.
  • Hagtíðindi.
  • Landshagir.
  • Vefur Hagstofunnar, jafnskjótt og töflur eru tilbúnar.
  • Ársskýrslur: 1991-1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1998, 1999, 2000, 2001, 2002, 1991-2009.
  • Grunngögn fyrir apríl könnun send á stöðluðu sniði til Hagstofu Evrópusambandsins á árunum 1995 til 2002 og ársfjórðungslega frá og með 2003.

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögn geymd á tölvutæku formi á Hagstofunni. Ekki er veittur aðgangur að gögnunum sjálfum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim. Einnig er hægt að fá upplýsingar úr gagnagrunni Eurostat á Hagstofunni.

5.3 Skýrslur

Sjá að ofan.

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá Atvinnu- og félagsmáladeild Hagstofunnar.

© Hagstofa �slands, �ann 7-7-2014