Rannsóknir og þróun


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Rannsóknir og þróun

0.2 Efnisflokkur

Fyrirtæki

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Árni Fannar Sigurðsson
Hagstofa Íslands
Fyrirtækjatölfræði
Arni.sigurdsson@hagstofa.is
Sími 5281266

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Gagnasöfnun var flutt yfir til Hagstofunnar í febrúar árið 2014. Gögnum um útgjöld til rannsókna og þróunar er safnað í öllum ríkjum Evrópusambandsins, EES og OECD. Fyrsta gagnasöfnun Hagstofunnar stóð yfir frá september 2014 - apríl 2015 og var þá spurt um útgjöld til rannsókna og þróunar á árunum 2013-2014. Önnur gagnasöfnun stóð yfir frá apríl - júní 2016 og var þá spurt um útgjöld til rannsókna og þróunar á árunum 2015-2016, en í þeirri framkvæmd voru niðurstöður úr fyrri gagnasöfnun einnig endurskoðaðar, m.a. útfrá nýjum viðmiðum með uppfærðri útgáfu af handbók rannsóknar: Frascati Manual 2015, þar sem skilgreiningar á lykilhugtökum voru uppfærðar, þ.m.t. skilyrði sem starfsemi þurfti að uppfylla til að geta talist til R&Þ.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Stjórnvöld, alþjóðastofnanir og hagsmunaaðilar sem tengjast rannsókna- og vísindastarfi.

0.6 Heimildir

Framkvæmd byggir á: Frascati Manual; proposed standard practice for surveys on research and experimental development (2015) OECD.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 753/2004
frá 22. apríl 2004
um framkvæmd ákvörðunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1608/2003/EB að því er varðar hagskýrslur um vísindi og tækni
COMMISSION IMPLEMENTING REGULATION (EU) No 995/2012
Of 26 October 2012
Laying down detailed rules for the implementation of Decision No 1608/2003/EC of the European Parlimentary and of the Council concerning the production and development of Community statistics on science ande tecnology

0.8 Svarbyrði við innsöfnun


0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing


1.2 Tölfræðileg hugtök

Skigreiningar lykilhugtaka byggja á 2015 útgáfu handbókar OECD um gagnasöfnun tengda R&Þ: Frascati Manual. Skiglreiningar voru uppfærðar fyrir viðmiðunarárið 2015, en þá voru eldri gögn einnig aðlöguð að nýjum skilgreiningum til að koma í veg fyrir rof á tímaröð.
Rannsóknir og þróun: Rannsóknir og þróun er skapandi vinna sem fram fer kerfisbundið með það að markmiði að auðga þekkingu og þróun nýrra leiða til að nýta fengna þekkingu. Algengt er að rannsóknir og þróun séu skipulögð sem sérstök verkefni. Það hvort starfsemi geti talist til R&Þ er þar metið út frá fimm lykilatriðum: nýbreytni, sköpun, óþekktar niðurstöður, kerfisbundin vinna, og notkunarmöguleikar.
Nýbreytni: R&Þ er miðað að nýjum uppgötvunum, eða því að skapa þekkingu sem ekki er þegar fyrir hendi hjá fyrirtækinu og fyrirfinnst ekki á markaðnum. Því á ekki að telja með verkefni sem fela í sér að taka upp eitthvað sem þegar er til staðar á markaðnum. Þar sem R&Þ er hin formlega þekkingaröflun er áherslan á þekkingarsköpunina frekar en á afurðina sem kemur í kjölfar hennar.
Sköpun: R&Þ er skapandi vinna, en það felur í sér að hún byggist á nýjum hugmyndum og er því fyrir utan reglubundin ferli, svo sem uppfærslur. Felur það jafnframt í sér að vinnunni þarf að vera stýrt af sérfræðingi eða rannsakanda. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda sérfræðinga/rannsakenda starfandi við R&Þ síðar í skýrslunni.
Óþekktar niðurstöður: Niðurstöður R&Þ vinnu eru óþekktar í upphafi.
Kerfisbundin vinna: R&Þ verkefni eru unnin eftir skilgreindum markmiðum á kerfisbundinn og skipulegan hátt. R&Þ verkefni eru fjármögnuð út frá þörfum sem þeim er ætlað að uppfylla og eiga því að vera auðgreinanleg í reikningshaldi.
Notkunarmöguleikar: R&Þ verkefni ganga út á möguleika á að flytja þekkingu og nýta hana, hvort sem niðurstaða verkefnis er jákvæð eða neikvæð.
Ekki skal telja til rannsókna og þróunar: hefðbundna starfsemi, nema reksturinn í heild sinni sé þess eðlis; reglubundna starfsemi þar sem engin greinanleg nýjung eða lausn á vandamálum er fyrir hendi, t.d.: viðhald á hugbúnaði, eftirlit eða greiningu, eða undirbúning framleiðslu; markaðsrannsóknir og gagnasöfnun þeim tengd; gagnasöfnun í þeim tilgangi að uppfylla reglugerðir eða alþjóðlega staðla. Almennt eru rannsóknir og þróun upphaf að nýsköpun, en getur þó einnig komið til á seinni stigum innleiðingaferlis nýsköpunar, þá til úrlausnar á vandamálum eða óvissu sem upp hafa komið í ferlinu. Hönnun á vöru getur talist til rannsókna og þróunar ef hún er fyrir utan framleiðsluferli.
Fyrirtæki. Flokkurinn Fyrirtæki nær yfir öll fyrirtæki og stofnanir sem hafa að aðalstarfsemi framleiðslu á vöru eða þjónustu. Einnig heyrir undir þennan flokk, eins og hann er birtur í útgáfum Hagstofunnar sjálfseignastofnanir: stofnanir sem reknar eru án gróðamarkmiða og er miðað að því að sinna þörfum almennings.
Háskólastofnanir. Flokkurinn Háskólastofnanir nær yfir alla háskóla og stofnanir náms á háskólastigi. Flokkurinn nær einnig yfir rannsóknastofnanir og tilraunastofur sem tengjast eða heyra undir háskólastofnanir.
Opinberar stofnanir (að háskólum undanskildum)r. Flokkurinn nær yfir allar deildir, skrifstofur og aðrar skipulagsheildir sem útvega, án þess að selja að öllu jöfnu, almenningsþjónustu, að undanskilinni háskólamenntun, sem annars er ekki hægt að útvega á hagkvæman hátt. Einnig þær sem sjá um umsýslu ríkis, hagkerfis og félagsmála samfélagsins. Jafnframt allar stofnanir sem heyra undir ríkisvaldið.
Landsframleiðsla: Er þjóðarútgjöld að viðbættum útflutningi vöru og þjónustu en að frádregnum innfluttri vöru og þjónustu. Landsframleiðslan er ein af lykilstærðunum í þjóðhagsreikningum og þegar rætt er um hagvöxt er átt við magnbreytingu landsframleiðslunnar. Sjá nánar í lýsigögnum þjóðhagsreikninga.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Viðmiðunartími útgáfu er almanaksárið.

2.2 Vinnslutími


2.3 Stundvísi birtingar

Fyrirhuguð birting niðurstaðna er sett á birtingaráætlun a.m.k 10 dögum fyrir birtingu.

2.4 Tíðni birtinga

Gögn eru uppfærð árlega.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Við gagnasöfnun er leitast við að fá svör frá öllum stærstu aðilum landsins í rannsókna- og þróunarstarfi, hvort sem það eru fyrirtæki, háskólastofnanir eða aðrar opinberar stofnanir eða háskólastofnanir. Fyrirtækjum á Íslandi ber lagalega skylda til að útvega Hagstofunni gögn til hagskýrslugerðar. Að öðru leiti ræðst áreiðanleiki gagna af skýrleika skilgreininga á lykilhugtökum og möguleikum svarenda á að meta útgjöld til rannsókna og þróunar.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Helsta hætta á skekkju væri með mismunandi skilningi svarenda á viðfangsefni. Þar með er leitast við það að hafa skilgreiningar sem skýrastar. Einnig geta áætlanir og vogir sem beitt er til að bæta upp fyrir að svörun sé ekki 100% valdið skekkju, en sú skekkjuhætta er lágmörkuð með því að safna gögnum frá stærstu aðilunum og nýta tiltækar rekstrarupplýsingar fyrirtækja.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Gögn samanburðarhæf á milli ára frá og með viðmiðunarárinu 2013.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Niðurstöður hafa tengingu við fyrirtækjatölfræði og þjóðhagsreikninga. Fylgt er aðferðafræði OECD og eru tölurnar því samanburðarhæfar við önnur lönd sem fylgja þeirri skilgreiningu.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Litið er á birtar tölur sem endanlega niðurstöðu.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

Niðurstöðum er miðlað með fréttatilkynningu og gögn gerð aðgengileg á vef Hagstofu Íslands.

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögnin eru vistuð hjá Hagstofu Íslands. Hagstofan veitir ekki aðgang að grunngögnum.

5.3 Skýrslur

Birtingar á niðurstöðum verði árlega.

5.4 Aðrar upplýsingar

Gagnasöfnun var framkvæmd í fyrsta skipti af Hagstofu Íslands á árinu 2014 fyrir viðmiðunarárin 2013-2014. Gert er ráð fyrir að nálganir við framkvæmd geti verið byggðar á niðurstöðum fyrri ára, en þar sem um fyrstu framkvæmd var að ræða var leitað til fleiri aðila en ráðgert er í framtíðinni. Skýrsla til útfyllingar var send til allra fyrirtækja og aðila í deild 72 skv. ÍSAT2008, Vísindarannsóknir og þróunarstarf. Einnig var skýrsla send til útfyllingar til allra fyrirtækja með að lágmarki 50 starfsmenn. Í tilfelli fyrirtækja með 10-49 starfsmenn var haft samband við þá símleiðis þar sem grunnspurningar voru lagðar fyrir um rannsókna- og þróunarstarf á árunum 2013-2014. Þau fyrirtæki sem gáfu upp að einhver starfsemi hjá þeim gæti flokkast undir rannsóknir og þróun á tímabilinu fengu senda útgjaldaskýrslu til útfyllingar. Aðilar í fyrirtækjarekstri með 1-9 starfandi fengu senda útgjaldaskýrslu til útfyllingar ef þeir höfðu sótt um styrki eða skattaívilnanir vegna vísinda- og rannsóknastarfs. Jafnframt var öllum svarendum boðið að fylla skýrsluna út á vefskilasvæði Hagstofunnar. Eftirfylgni var í gegnum síma þar til markmiðum um svarhlutfall og þekju töldust vera uppfyllt.
Kynningabréf með innskráningarupplýsingum var sent til allra opinbera stofnana og skjal til útfyllingar var sent til háskólastofnana og sjálfseignastofnana.
Ekki er gert ráð fyrir að gagnasöfnunin verði jafn umfangsmikil á komandi árum þar sem hægt verður að nýta upplýsingar úr fyrri framkvæmd við afmörkun þýðisramma.

© Hagstofa �slands, �ann 12-10-2016