Ökutæki


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Ökutæki

0.2 Efnisflokkur

Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Lárus Blöndal
Hagstofu Íslands
Sími: 528 1281
larus.blondal@hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Tilgangurinn er að safna saman upplýsingum um skrásett ökutæki í landinu.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Allir sem þurfa að styðjast við upplýsingar um skrásett ökutæki. Jafnframt berst árlega viðamikil fyrirspurn frá Evrópusambandinu.

0.6 Heimildir

Umferðarstofa

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Tölur eru allar unnar upp af heimasíðu Umferðarstofu

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Upplýsingar skiptast niður á fjölda skrásettra ökutækja eftir tegundum. Upplýsingar um fjölda bifreiða og tegundir ná aftur til 1924. Einnig eru upplýsingar um nýskráningu ökutækja og fjölda þeirra eftir skráðu heimilisfangi eigenda.

1.2 Tölfræðileg hugtök


2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Tölur miðast við fjölda í árslok.

2.2 Vinnslutími

Vinnslutími miðast við skil á upplýsingum fyrir Landshagi sem koma út á haustmánuðum.

2.3 Stundvísi birtingar

Upplýsingar birtast árlega í Landshögum, sem koma út á haustmánuðum og eru jafnframt aðgengilegar á vef Hagstofunnar.

2.4 Tíðni birtinga

Árlegar töflur í Landshögum, árbók Hagstofu Íslands, svo og á vef Hagstofunnar.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Upplýsingar fást beint frá Umferðarstofu og eiga að vera bæði nákvæmar og áreiðanlegar.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum


3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Samanburður milli ára á að vera áreiðanlegur.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Samanburður milli landa er algengur í skýrslum ýmissa alþjóða stofnana.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Ekki er unnið með bráðabirgðatölur.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
Landshagir, árbók Hagstofu Íslands

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögnin eru unnin í Excel formi og varðveitt þannig. Notkunarmöguleikar eru ágætir.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar


© Hagstofa �slands, �ann 18-8-2008