Fjarskipti


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Fjarskipti

0.2 Efnisflokkur

Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Mennta- og menningarmáladeild
Ragnar Karlsson,
Borgartúni 21 A,
150 Reykjavík
Netfang: ;
Sími: 528 1051
Bréfasími: 528 1199

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Tilgangurinn er að safna tölulegum upplýsingum um fjarskipti og póstþjónustu, halda þeim til haga og koma á framfæri innanlands og erlendis.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Stjórnvöld, alþjóðastofnanir, lögaðilar og einstaklingar. Gögnin nýtast jafnt þeim sem vinna að stefnumótun, fyrirtækjum og samtökum, rannsakendum og námsfólki.

0.6 Heimildir

Heimildir koma frá Póst- og fjarskiptastofnun og Íslandspósti.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð (Lög 2007 nr. 163) og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (Lög um Evrópska efnahagssvæðið, 2/1993).

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Póst og fjarskiptastofnun safnar tölum reglubundið frá öllum síma- og fjarskiptafyrirtækjum og fyrirtækjum sem annast póstþjónustu samkvæmt lögum og reglugerðum um eftirlitshlutverk stofnunarinnar.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Lög um Evrópska efnahagssvæðið 2/1993 gera ráð fyrir að samningsaðilar tryggi úrvinnslu og dreifingu samfelldra og sambærilegra hagskýrslna sem lýsi og geri kleift að fylgjast með öllum þeim þáttum sem máli skipta á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála á Evrópska efnahagssvæðinu" (§ 76:1). Í tilskipunum og reglugerðum framkvæmdastjórnar ráðherraráðs EB á sviði fjölmiðlunar, menningarstarfsemi og fjarskipta er nánar kveðið á um framkvæmd og útfærslu hagskýrslugerðarinnar.

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Efnisflokkum má í grófum dráttum skipta upp í eftirfarandi:
Fjarskipti
Fastlínu- og farsímakerfi miðað við útbreiðslu, tegund tenginga, símaumferð. Upplýsingar um fjölda fyrirtækja í síma- og fjarskitaþjónustu og markaðshlutdeild þeirra.
Póstþjónusta
Upplýsingar um fjölda pósthúsa eftir þjónustustigi, póstmagn og umferð.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Þýði og þekja: Talnasöfnun nær til allra aðila sem eru með leyfisskilda starfsemi í fjarskiptum og póstþjónustu.
Einingar: Grunntölur ásamt samtölum þeirra. Tölur um hlutfallslega skiptingu og magntölur miðað við fjölda íbúa eru settar fram við birtingu talna þar sem þykir koma notendum að gagni. Afleiddar stærðir, s.s. uppfærsla talna á föstu verðlagi eru tíðast ekki birtar. Um skilgreiningar á sértækum hugtökum sem fyrir koma í gagnasafni skal vísað til ábyrgðarmanns. Hugtök eru skýrð neðanmáls í töflum.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Almanaksárið.

2.2 Vinnslutími

Leitast er við að tölur næstliðins árs liggi fyrir eigi síðar en við árslok árið eftir.

2.3 Stundvísi birtingar

Tölur eru birtar eins fljótt og auðið er á vef Hagstofunnar, í Landshögum og í tilfallandi skýrslum.

2.4 Tíðni birtinga

Efni sem birtist á vef Hagstofunnar og í Landshögum er uppfært árlega. Önnur birting ræðst af tilfallandi útgáfum. (Sjá einnig § 5.1. a.n.)

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Vísað er hér til Póst- og fjarskiptastofnunar með áreiðanleika gagna.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Vísað er hér til Póst- og fjarskiptastofnunar með áreiðanleika gagna.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Vísað er hér til Póst- og fjarskiptastofnunar með áreiðanleika gagna.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Tölur eru að öllu jöfnu samanburðarhæfar milli ára, nema í þeim tilfellum þar sem skilgreiningum og aðferðum við gagnasöfnun hefur verið breytt. Þegar slíkt hefur verið gert er það tekið sérstaklega fram þar sem við á við birtingu talna. Yngri tölur í gagnasafni eru vel samanburðarhæfar við hliðstæðar upplýsingar fyrir önnur lönd.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur


4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Bráðabirgðatölur eru ekki birtar.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
Landshagir, árbók Hagstofunnar
Tölur er einnig að finna í útgáfunni Fjölmiðlun og menning.
Hagstofan lætur Evrópsku hagstofunni EUROSTAT árlega í té upplýsingar um fjarskipti og póstþjónustu. Skýrslur EUROSTAT eru tiltækar notendum á bókasafni Hagstofunnar, svo og á vef EUROSTAT. Notkun er öllum heimil.

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn eru ýmist geymd í Excel eða á gagnagrunnsformi í Access.

5.3 Skýrslur

Fjölmiðlun og menning 2003 Media and Culture 2003.
Fjölmiðlun og menning 1999 Media and Culture 1999

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má frá starfsmanni.

© Hagstofa �slands, �ann 6-5-2008