Mannfjöldaspá


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Mannfjöldaspá

0.2 Efnisflokkur

Mannfjöldi

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Mannfjölda- og manntalsdeild
Lárus Blöndal
larus.blondal (hjá) hagstofa.is
Violeta Calian
violeta.calian (hjá) hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Fyrsti framreikningur um mannfjölda á Íslandi var gerður 1961 vegna Framkvæmdaáætlunar ríkisins og náði til ársins 2000. Síðan stóð Hagstofa Íslands að hliðstæðum framreikningi árin 1972, 1986, 1995, 2001, 2002, 2007, 2008 og 2010 og árlega frá 2010.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Sveitastjórnir, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar. Framreikningur mannfjöldans er afar gagnlegur fyrir margvíslega stefnumótun í skipulagsmálum og vegna verklegra framkvæmda.

0.6 Heimildir

Í forsendum framreikningsins er stuðst við upplýsingar úr þjóðskrá um mannfjölda, fædda, dána, búferlaflutninga og áætlaða meðalævilengd á komandi árum.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun


0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Á Íslandi hefur mannfjöldinn verið framreiknaður með reglubundnu millibili allt frá árinu 1962 og nú birtir Hagstofa Íslands reglulega mannfjöldaspá.

Eftirtalin atriði koma fram í útgefnu efni :
· Áætlaður mannfjöldi á næstu 50 árum ásamt fæddum, dánum, flutningum og fólksfjölgun
· Áætlaður mannfjöldi eftir kyni og aldurshópum á næstu 50 árum

1.2 Tölfræðileg hugtök

Mannfjöldaspá Hagstofunnar styðst við aðferðafræði sem kennd er við uppsöfnuð áhrif (e. component method). Þar er einungis tekið tillit til lýðfræðilegra breyta (þ.e. fæðinga, dauðsfalla og búferlaflutninga). Undirliggjandi áhrifaþættir mannfjöldaþróunarinnar eru sundurliðaðir en á lokastigi eru þeir lagðir saman. Spá um fæðingar, dauðsföll og búferlaflutninga byggir á reiknilíkönum tímaraða.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Framreikningur mannfjöldans 1. janúar hvers árs 50 ár fram í tímann.

2.2 Vinnslutími


2.3 Stundvísi birtingar

Samkvæmt birtingaráætlun

2.4 Tíðni birtinga

Árleg.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Mikil óvissa ríkir jafnan um framtíðarþróun einstakra mannfjöldabreyta og því eru skekkjur í mannfjöldaspám yfirleitt miklar til lengri tíma litið. Meðal annars þess vegna birtir Hagstofan þrjú afbrigði mannfjöldaspár, þ.e. lágspá, miðspá og háspá. Óvissa er bundin við yngri aldurshópana sem ekki eru fæddir við upphaf framreiknings. Nokkur óvissa, en ekki eins mikil er bundin við elstu aldurshópana. Mannfjöldaspá er áreiðanlegri fyrir aðra aldurshópa. Mest óvissa er þó tengd áætlunum um búferlaflutninga til og frá landinu.

Öryggisbil eru gefin upp fyrir spágildi þegar gildin eru byggð á reiknilíkönum tímaraða. Öryggisbilin skýra tölfræðilegar villur en ekki óvissu í helstu forsendum um framtíðarþróun mannfjölda.

Lifandi fæddir: Framtíðarfjöldi lifandi fæddra ákvarðast af forsendum um frjósemi. Það þýðir að töluverð óvissa er í fjölda lifandi fæddra vegna þess að erfitt er að áætla frjósemina fram í tímann.

Frá árinu 2012 byggir frjósemisspá á aðferð sem felur í sér sléttað, þverstætt niðurbrot (e. smoothing, orthogonal function decomposition) og reiknilíkön tímaraða. Öryggisbil á spágildum eru í samræmi við forsendur há- og lágspár.

Dánir: Fjöldi dáinna ákvarðast af dánarlíkum sem breytast fremur lítið ár frá ári og því er ekki eins mikil skekkja í fjölda dáinna og fjölda lifandi fæddra.
Frá árinu 2012 er spá um dánarlíkur byggð á framreikningi tímaraðalíkana sem taka tillit til aldurs, kyns og tíma. Líkanið felur í sér forsendur eins og að meðalævin lengist fyrir eldra fólk líkt og fyrir yngra fólk.

Búferlaflutningar: Mest óvissa er bundin búferlaflutningum til og frá landinu sem markast meðal annars af efnahagsástandi á Íslandi og í nágrannalöndunum. Tengsl efnahagsástands og búferlaflutninga eru þó ekki einföld, enda flytjast flestir íslenskir ríkisborgarar til útlanda í tengslum við nám.

Frá 2012 byggir spá um búferlaflutninga á reiknilíkönum tímaraða sem taka tillit til efnahagslegra (VLF, atvinnuleysi) og lýðfræðilegra (fjölda útskriftarnema) þátta.
Við setjum fram þrjár spár (lág-, mið- og háspá) til að gefa möguleika á að greina áhrif mismunandi forsendna um mannfjöldaþróun framtíðarinnar. Öryggisbil eru gefin upp fyrir öll spáafbrigði.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum


3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Við athugun á eldri framreikningum fyrir 2007 kemur í ljós að skekkja í þeim er orðinn að meðaltali um 1,2% eftir 5 ár, tæp 3% eftir 10 ár og um 9% eftir 20 ár.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Í öllum þeim framreikningum og spám sem að framan greinir (1961, 1972, 1986, 1995 , 2001, 2002, 2007 og 2008) var eingöngu notast við lýðfræðilegar breytur eins og aldursskiptingu mannfjöldans, búferlaflutninga, aldursbundna frjósemi kvenna og dánarlíkur. Í spá um búferlaflutninga 2010 til 2015 var í spánni 2010 stuðst við athugun á tengslum efnahagslegra forsendna og búferlaflutninga eftir kyni og ríkisfangi.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur


4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Engar bráðabirgðatölur eru gefnar út.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
  • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
  • Hagtíðindi, ritröð
  • Landshagir, árbók Hagstofu Íslands
  • Mannfjöldaskýrslur til ársins 1980. Í ritröðinni Hagskýrslur Íslands
  • Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögn geymd á tölvutæku formi hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands.

5.3 Skýrslur

Athugun á búferlaflutningum til og frá Íslandi 1961-2009", Ómar Harðarson , júlí 2010. Veffang: http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11238

Long-term and short term migration in Iceland. Analysis of estimation methods of Statistics Iceland, Ómar Harðarson á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Joint UNECE/Eurostat Expert Group Meeting on Register-Based Censuses, The Hague, 10-11 May 2010, http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11113

Dynamical models for migration projections , Violeta Calian , proceedings of Joint Eurostat/UNECE Work Session on Demographic Projections, Rome, 29-31 október 2013, http://www.hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=15775

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands, s. 528 1000 eða með tölvupósti: mannfjöldi (hjá) hagstofa.is.

© Hagstofa �slands, �ann 12-12-2014